Innlent

Segir kvótafrumvörpin til þess fallin að veikja krónuna

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að ef frumvörp ríkisstjórnarinnar um sjávarútveginn verða samþykkt, þá mun það leiða af sér veikingu krónunnar sem myndi grafa undan kaupmætti heimilanna í landinu.

Á vef LÍU segir Friðrik að það skjóti skökku við að á sama tíma og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um nauðsyn þess að styrkja gengi krónunnar er ráðist í aðgerðir sem hann vill meina að grafi undan sjávarútvegnum - undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.

Þannig mun óhagkvæmari sjávarútvegur veikja gengi krónunnar og grafa undan kaupmætti heimilanna í landinu. Friðrik bætir við að það sé augljóst að frumvörpin þýði óhagkvæmari sjávarútveg eins og fram hefur komið hjá þeim sem fjallað hafa um frumvarpið.

„Ríkisstjórninni er tíðrætt um réttlæti. En það kallast varla réttlæti þegar kaupmáttur heillar þjóðar er skertur," segir Friðrik að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×