Innlent

Össur ræddi málefni norðurslóða við Patrushev

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Nikolay Patrushev, formanni þjóðaröryggisráðs Rússlands, sem staddur er hér á landi í stuttri heimsókn.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Nikolay Patrushev, formanni þjóðaröryggisráðs Rússlands, sem staddur er hér á landi í stuttri heimsókn.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Nikolay Patrushev, formanni þjóðaröryggisráðs Rússlands, sem staddur er hér á landi í stuttri heimsókn.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að á fundinum hafi meðal annars verið rætt ítarlega um málefni norðurslóða og gott samstarf ríkjanna á tvíhliða grunni, sem og innan Norðurskautsráðsins.

Þá voru samskipti Rússlands og Atlantshafsbandalagsins til umræðu, auk málefna Miðausturlanda. Formaður þjóðaröryggisráðsins heldur af landi brott nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×