Barnaníðsmálum fjölgar hjá lögreglu 14. mars 2012 11:00 Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira