Innlent

Samfélag frá víkingaöld fundið

Vala Garðarsdóttir og hennar fólk að störfum við uppgröft fornleifa á Alþingisreitnum svonefnda í miðbæ Reykjavíkur í gær. Reiturinn er á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis.
Vala Garðarsdóttir og hennar fólk að störfum við uppgröft fornleifa á Alþingisreitnum svonefnda í miðbæ Reykjavíkur í gær. Reiturinn er á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis. Fréttablaðið/GVA
„Við sjáum allavega eina smiðju ef ekki tvær, en einnig kolagrafir og járnbræðsluofna,“ segir Vala Garðarsdóttir, uppgraftarstjóri á Alþingisreitnum sem er á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis. Þar hefur frá árinu 2008 verið grafið eftir fornminjum á sumrin.

„Svo virðast vera þarna byggingar þar sem annars konar verk hafa verið unnin, svo sem gripasmíðar úr viði og grjóti. Sennilega líka ullarvinnsla og brugggerð, þar sem fólk hefur bruggað og bakað.“ Vala segir uppgröftinn nokkuð sérstakan.

„Við erum að fá umfangsmikið svæði sem tilheyrir ekki bara húshaldi eða bæjarstæði frá fjölskyldu. Þetta er vísir að stærra samfélagi en við erum vön að sjá frá víkingaöld á Íslandi.“

Uppgröfturinn hófst 1. júní og áætluð verklok eru um miðjan september. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×