Leiðbeinandi dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur 28. mars 2012 13:58 Karlmaður fæddur 1986 var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku fyrir að misnota kynferðislega tvær unglingsstúlkur síðasta sumar. Um er að ræða mann sem starfaði annarsvegar sem leiðbeinandi í grunnskóla stúlknanna og að auki starfaði hann sem leiðbeinandi hjá Rauða Krossinum. Maðurinn nálgaðist stúlkurnar í gegnum Facebook og bað aðra þeirra ítrekað um að koma til sín. Þau kynntust þegar stúlkan, sem þá var fjórtán ára gömul, kom drukkinn inn á heimili mannsins ásamt vinkonum sínum, þegar þær sáu hann reykja vatnspípu út á svölum heimili síns. Eftir að hafa boðið henni sígarettur og áfengi í gegnum Facebook endaði hún á því að koma til mannsins á ný. Maðurinn misnotaði hana þá á heimili sínu. Hin stúlkan sem maðurinn var dæmdur fyrir að misnota, var þrettán ára gömul þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega með því að kyssa hana tungukossa á munninn, strjúka henni með hendi á brjóstum innan og utan klæða, strjúka henni með hendi á kynfærum utan klæða og biðja hana um að hafa við sig samræði eða önnur kynferðismök. Manninum var ekki trúað fyrir stúlkunum til kennslu og uppeldis. Yngri stúlkan var hinsvegar skráður sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, þar sem maðurinn var leiðbeinandi, en hún hætti að mæta eftir atvikið. Þau hittust þó ekki við ungliðastarfið. Framburður mannsins þótti ótrúverðugur en framburður stúlknanna var stöðugur auk þess sem gögn úr facebook-samskiptum þeirra við manninn og smáskilaboð þeirra á milli, studdi framburð stúlknanna. Maðurinn er því dæmdur í tveggja ára fangelsi og honum er gert að greiða forráðamönnum eldri stúlkunnar milljón í miskabætur en þeirri yngri 800 þúsund krónur. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Karlmaður fæddur 1986 var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku fyrir að misnota kynferðislega tvær unglingsstúlkur síðasta sumar. Um er að ræða mann sem starfaði annarsvegar sem leiðbeinandi í grunnskóla stúlknanna og að auki starfaði hann sem leiðbeinandi hjá Rauða Krossinum. Maðurinn nálgaðist stúlkurnar í gegnum Facebook og bað aðra þeirra ítrekað um að koma til sín. Þau kynntust þegar stúlkan, sem þá var fjórtán ára gömul, kom drukkinn inn á heimili mannsins ásamt vinkonum sínum, þegar þær sáu hann reykja vatnspípu út á svölum heimili síns. Eftir að hafa boðið henni sígarettur og áfengi í gegnum Facebook endaði hún á því að koma til mannsins á ný. Maðurinn misnotaði hana þá á heimili sínu. Hin stúlkan sem maðurinn var dæmdur fyrir að misnota, var þrettán ára gömul þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega með því að kyssa hana tungukossa á munninn, strjúka henni með hendi á brjóstum innan og utan klæða, strjúka henni með hendi á kynfærum utan klæða og biðja hana um að hafa við sig samræði eða önnur kynferðismök. Manninum var ekki trúað fyrir stúlkunum til kennslu og uppeldis. Yngri stúlkan var hinsvegar skráður sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, þar sem maðurinn var leiðbeinandi, en hún hætti að mæta eftir atvikið. Þau hittust þó ekki við ungliðastarfið. Framburður mannsins þótti ótrúverðugur en framburður stúlknanna var stöðugur auk þess sem gögn úr facebook-samskiptum þeirra við manninn og smáskilaboð þeirra á milli, studdi framburð stúlknanna. Maðurinn er því dæmdur í tveggja ára fangelsi og honum er gert að greiða forráðamönnum eldri stúlkunnar milljón í miskabætur en þeirri yngri 800 þúsund krónur.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira