Fótum kippt undan bónda í djúpum skít 11. desember 2012 05:30 „Þú sérð alltaf einhverja drulluklepra á kúm,“ segir bóndinn á Brúarreykjum sem kveður slæmt ástand í fjósi hans að morgni 8. nóvember síðastliðins hafa verið einsdæmi. Mynd/Matvælastofnun Íslands. Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira