Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2012 13:05 Litla Hraun. Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira