Innlent

Löng málflutningstörn hafin

Stígur Helgason skrifar
Verjendur í Vafningsmálinu, þeir Óttar Pálsson og Þórður Bogason.
Verjendur í Vafningsmálinu, þeir Óttar Pálsson og Þórður Bogason.
Málflutningur er hafinn í Héraðsdómi Reykjavíkur á lokadegi réttarhaldanna í Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Það er saksóknarinn Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sem flytur mál sitt í upphafi. Áætlað er að það gæti tekið um tvær klukkustundir.

Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að samþykkja tíu milljarða lánveitingu bankans til Milestone í febrúar 2008.

Óttar Pálsson og Þórður Bogason, verjendur Lárusar og Guðmundar, munu flytja mál sitt á eftir Hólmsteini Gauta og þegar því er lokið gefst kostur á andsvörum. Samkvæmt dagskrá dómsins er áætlað að málflutningurinn gæti staðið til hálfátta í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×