Hjá henni tekur öll fjölskyldan þátt í að skreyta saman.
Systa segir ekki alltaf nauðsynlegt að kaupa allt nýtt; oft leynist meira en mann gruni í jólakössunum og hressa megi upp á gamalt eða bæta við könglum og öðru úr náttúrunni. Systa sýnir hér einfaldan og fljótlegan krans.
1. Það sem til þarf er aðventubakki, 4 stk. handmálaðar viðarkúlur, 4 stk. aðventupinnar og 4 stk. kerti sem kemur allt frá Affari. 2 stk. könglar, mosi, snjór og stjörnuanís.
2. Mosa, könglum og jólakúlum komið fyrir. Aðventupinnum komið fyrir í kertum.
3. Öllu raðað saman og ég fann til gamlan rússneskan jólakall sem
passaði með.
4. Dreifði snjó og stjörnuanís yfir. Einfalt og fallegt. Lítill tilkostnaður.

