Innlent

Konan sem syngur „Lóan er komin“ er látin

Konan sem syngur vorið inn hjá Íslendingum og kveður burt snjóinn er látin. Erla Stefánsdóttir söngkona var jarðsungin í dag.

Hún hóf söngferilinn árið 1964 og hún var aðeins tvítug þegar hún söng lagið um lóuna inn á plötu árið 1967 og síðan hefur hún verið ein af heimilisröddum þjóðarinnar. „Lóan er komin að kveða burt snjóinn" hljómar reglulega í útvarpstækjum landsmanna í flutningi Erlu.

Hún fæddist á Akureyri árið 1947 en ólst upp í Suður-Þingeyjarsýslu og síðar á Akureyri og það var með norðlenskum hljómsveitum sem hún hlaut landsfrægð; Póló og Hljómsveit Ingimars Eydal. Hún söng um tuttugu lög inn á plötur og kom oft fram í sjónvarpsþáttum, meðal annars hér á Stöð 2.

Útför hennar var gerð frá Kópavogskirkju í dag en hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 12. nóvember, 65 ára gömul, eftir baráttu við krabbamein. Hún lætur eftir sig eiginmann, þrjú börn og fimm barnabörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×