Erlent

CIA hefur hafið formlega rannsókn á Petraeus

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur hafið formlega rannsókn á gjörðum Davids Petraeus fyrrum yfirmanns leyniþjónustunnar.

Þetta var ákveðið í framhaldi af því að leyniskjöl fundust í tölvu Paulu Broadwell ástkonu og ævisagnaritara Petraeus en samband þeirra kostaði hann stöðuna hjá CIA.

Í fréttum í bandarískum fjölmiðlum kemur fram að umræddar leyniupplýsingar séu ekki frá CIA og ekki nýjar af nálinni.

Sjálfur þvertekur Petraeus fyrir að hafa látið ástkonu sinni í tjé leyniupplýsingar eða upplýsingar sem gæti skaðað þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×