Lífið

Gísli í endurprentun

Bókin Gísli á Uppsölum, sem fjallar um einbúann í Arnarfirði, hefur hitt í mark. Hún kom út fyrir tveimur vikum og er sú fyrsta sem fer í endurprentun fyrir þessi jól. Fyrsta upplagið var tvö þúsund eintök og nú eru Sögur útgáfa að láta prenta tvö þúsund eintök til viðbótar.

Höfundurinn Ingibjörg Reynisdóttir hefur haft í nógu að snúast við að kynna bókina og ferðast út um allar jarðir. Til dæmis keyrði hún 1.200 kílómetra í síðustu viku, þar á meðal til Ísafjarðar. Í sömu ferð fór hún að Uppsölum og var þetta í fjórða sinn sem hún heimsótti bæinn síðan vinnan við bókina hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×