Erlent

Obama í sögulegri heimsókn til Búrma í dag

Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í sögulega opinbera heimsókn til Búrma í morgun.

Obama er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsækir Búrma meðan hann gegnir enn embætti. Heimsókn hans er talið merki um hve vel hefur þokast í lýðræðisátt í Búrma og er heimsóknin gerð til að styrkja núverandi forseti í frekari lýðræðisumbótum sínum í landinu.

Fyrir utan að ræða við forsetann mun Obama einnig eiga fund með Aung Suu Kyi leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma í heimsókn sinni.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er með Obama í heimsókninni sem lýkur seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×