Svolítið skotinn í Sonum duftsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 14:37 Ný bók Arnaldar Indriðasonar kemur út í dag. Mynd/ Valli. Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing
Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels