Innlent

Hættulegt ástand við Höfðatorg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn á myndinni grípur fólk þegar það kemur fyrir hornið.
Maðurinn á myndinni grípur fólk þegar það kemur fyrir hornið. Vísir/Pjetur
Ástandið við Höfðatorg í Reykjavík er alveg skelfilegt. Þar hefur fasteignafélagið Eykt fengið mann til þess að standa við húsið og grípa fólk sem gengur fyrir hornið austur Borgartún og gengur meðfram Hamborgarafabrikkunni.

„Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús," segir Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem hefur verið á ferð um bæinn að mynda aðstæður í óveðrinu.

Fjöldi björgunarsveitamanna er að aðstoða fólk í óveðrinu og samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg berast hjálparbeiðnir nánast á hverri mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×