Segir að umhverfisvernd geti orðið besta atvinnustefnan Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2012 18:30 Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira