Segir að umhverfisvernd geti orðið besta atvinnustefnan Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2012 18:30 Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum