Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2012 08:45 „Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka." Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
„Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka."
Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30