Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2012 08:45 „Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka." Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka."
Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30