Erlent

Talningu enn ekki lokið á Flórída

Talningu á atkvæðum í forsetakosningunum vestanhafs s.l. þriðjudag er enn ekki lokið á Flórida. Enn á eftir að ljúka talningu í þremur sýslum af 67 í ríkinu.

Kosningarnar gengu seint og illa á Flórída en ákveðið var að allir sem mættu á kjörstað fengju að kjósa. Það þýddi að enn var verið að kjósa í ríkinu um það bil sem Mitt Romney lýsti yfir ósigri sínum.

Repúblikanar hafa fyrir nokkru viðkennt ósigur sinn á Flórída en sem stendur hefur Barack Obama fengið rúmlega 50.000 fleiri atkvæði en Romney í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×