Innlent

Íbúðalánssjóðssvikarar fá þungar refsingar

Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í haust. Hann var dæmdur í fangelsi í níu mánuði .
Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í haust. Hann var dæmdur í fangelsi í níu mánuði .
Búið er að dæma fimm karlmenn fyrir að svíkja tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009. Sá sem hlaut þyngsta dóminn var Helgi Ragnar Guðmundsson sem hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.

Jens Tryggvi Jensson fékk þriggja ára fangelsisdóm. Þá var Vilhjálmur Símon Hjartarson dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Hans Aðalsteinn Helgason fékk fangelsi í níu mánuði og Jón Ólafur Róbertsson fékk sjö mánaða fangelsi.

Mennirnir drógu að sér allt að fimmtíu milljón krónum með því að skrá sig í stjórnir fyrirtækja. Var það gert með skjalafölsunum og blekkingum. Í krafti umboðsmanna og prófkúruhafa voru lán tekin, kauptilboð í fasteignir fölsuð og reikningar stofnaðir í nafni fyrirtækjanna sem um ræðir en þau eru Saffran ehf. og Guðmundur Kristinsson ehf. Hið fyrrnefnda er algjörlega ótengd skyndibitakeðjunni íslensku.

Mennirnir voru meðlimir Fáfnis þegar brotin áttu sér stað en þau voru talin síðasta prófraun mótorhjólaklúbbsins áður en hann gekk formlega inn í Vítisengla. Mennirnir voru dæmdur fyrir skjalafals, fjárdrátt, hylmingu, peningaþvætti, eignaspjöll og fíkniefnalagabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×