Innlent

Ísland áfram með mesta jafnrétti kynjanna í heiminum

Ísland er það land þar sem jafnrétti kynjanna mælist mest í heiminum fjórða árið í röð samkvæmt úttekt Alþjóða efnahagsráðsins eða World Economic Forum.

Á vefsíðu ráðsins kemur fram að Norðurlöndin raða sér í efstu sætin í þessari árlegu úttekt en Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja og Svíþjóð í því fjórða. Danmörk, Írland og Nýja Sjáland koma svo þar á eftir.

Í neðstu sætunum af 135 þjóðum eru svo lönd á borð við Jemen, Pakistan, Sýrland og Saudi Arabía.

Úttektin tekur til fjögurra þátta, þ.e. fjármála þar sem greindur er launamunur og þátttaka á vinnumarkaði, menntamála, stjórnmálaþátttöku og heilbrigðismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×