Innlent

Yfir 15.000 hafa skrifað undir hjá SÁÁ

Nú hafa yfir 15 þúsund Íslendingar skrifað undir kröfu um að 10 prósent af áfengisgjaldinu verði varið til að nýrra úrræða fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans.

"Það hefur verið stígandi í þessu. Söfnunin hefur staðið í nítján daga en á síðustu sex dögum hafa yfir fimm þúsund undirskriftir bæst við. Við finnum alls staðar fyrir miklum stuðningi og velvilja og vitum því að það eiga margar undirskriftir eftir að bætast við á næstu dögum," segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ í tilkynningu um málið, en samtökin standa fyrir undirskriftasöfnuninni.

Krafan byggir á mikilli þörf fyrir sérsniðin úrræði fyrir veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingana, sem sumir eru á götunni en aðrir í úrræðum sem engan veginn henta stöðu þeirra.

Að sögn Gunnars Smára má ætla að verst settu sjúklingarnar séu um 900 og að fólk sem leitar meðferðar en hefur ekki náð bata sé um 10 þúsund, en auka má mjög batalíkur þessa fólks með sérsniðinni eftirfylgni og virknirúrræðum.

Talið er að um 5000 til 7000 börn búi við svo mikið álag á heimilum sínum vegna ofneyslu áfengis og vímuefna að heilsu þeirra stafi hætta af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×