Lífið

Katrín opnar stærstu bókabúð landsins

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, opnaði formlega stærstu bókabúð landsins, eBækur, að viðstöddum helstu bókaútgefendum Íslands. Á eBækur.is fást allar helstu rafbækur sem gefnar hafa verið út á íslensku auk hundruða þúsunda erlendra bókatitla. Bæði er um rafbækur og hljóðbækur að ræða. Samhliða vefnum bjóða eBækur upp á fyrsta íslenska rafbóka-appið til að fullkomna séríslenska lestrarupplifun í spjaldtölvum og snjallsímum.

Skoða myndir frá opnun HÉR.

Hægt er að nálgast eBóka appið á App Store og Play Store.eBækur eru samstarfsaðili Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og í tilefni af Lestrarhátíð í október gefa eBækur rafbókina Vögguvísu eftir Elías Mar.Í tilefni opnunar eBóka býðst notendum 30% afsláttur af fyrstu kaupum auk fimm sérvaldra bóka án endurgjalds við skráningu. Með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma hefur útgáfa og notkun hljóð- og rafbóka tekið stökk á stuttum tíma. Fyrirsjáanleg er útgáfa stöðugt fleiri titla og rafbókin mun jafnvel taka við af þeirri prentuðu í einhverjum tilvikum.

eBækur.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×