Innlent

Aðgerðir gegn hraðakstri bera árangur

BBI skrifar
Ungir vegfarendur við Melaskóla.
Ungir vegfarendur við Melaskóla. Mynd/Stefán Karlsson
Vel hefur gengið að sporna við hraðakstri við Melaskóla eftir að nýjum hraðahindrunum var komið upp á veginum við skólann. Margir foreldrar höfðu áður kvartað undan hraðakstri þar, sérstaklega á morgnanna.

Í febrúar á þessu ári framkvæmdi lögreglan hraðamælingar á Neshaga við Melaskóla. Af 134 ökutækjum ók 51 þeirra of hratt, eða 38%. Fyrri mælingar sýndu svipað brotahlutfall, eða frá 27-38%. Í kjölfar þessa setti Reykjavíkurborg upp hraðahindranir við skólann, svonefnda kodda. Í ágúst var önnur mæling framkvæmd en þá reyndist brotahlutfallið ekki nema um 13%. Af 119 ökutækjum óku 15 of hratt. Þessa umtalsverðu fækkun rekur lögreglan til nýju hraðahindranana.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er mjög ánægð með hversu vel tókst að bæta umferðaröryggi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×