Innlent

Nuddari grunaður um nauðgun

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Farbann yfir íslenskum nuddara, sem grunaður er um nauðgun á viðskiptavini, var staðfest í Hæstarétti í dag. Maðurinn er í farbanni að minnsta kosti til 16. október næstkomandi vegna málsins en í dómnum segir að maðurinn hafi búið erlendis um árabil.

Ákæra var gefin út í málinu í júlí síðastliðnum. Þar er honum gefið að sök að hafa í lok júní á nuddstofu, sem hann starfrækti, haft önnur kynferðismök en samræði við konu, með því að beita hana ofbeldi eða ólögmætri nauðung.

Konan lagði fram kæru á hendur manninum í byrjun júlí en í greinargerð ríkissaksóknara segir að þegar hún kom í nuddtíma til hans hafi hann beðið hana að fara úr nærbuxunum og leggjast á bakið. Þá hefði hann nuddað yfir lífbein hennar og óþægilega nálægt kynfærasvæðinu. Því næst hefði hann rennt hendi um klof hennar svo hann snerti skapabarma hennar og sett fingur í klof hennar.

Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hafi verið að beita tækni sem hann taldi að myndi gagnast konunni. Hinsvegar hefði einn fingur hans runnið til og farið inn í leggöng hennar. Hann sagðist hafa brugðið mjög og gat ekki gefið skýringar á því sem hafði gerst.

Brotið varðar allt að 16 ára fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×