Tvítugur Outlaws-maður í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að sex aðrir voru handteknir í þágu rannsóknarinnar en fólkið tengist allt Outlaws. Að aðgerðunum stóðu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld.
Tengdar fréttir

Sprengiefni haldlögð í húsleit - sjö handteknir
Sjö voru handteknir þegar lögreglan framkvæmdi tvær húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í gær. Á báðum stöðum var lagt hald á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna verulagt magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en á hinum tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Hinir handteknu, sem flestir eru á þrítugsaldri, tengjast allir Outlaws. Að aðgerðunum stóðu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld.

Krefjast gæsluvarðhalds yfir Outlaws-manni
Krafist er gæsluvarðhalds yfir karlmanni í tengslum við húsleitir sem gerðar voru í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Á báðum stöðum var hald lagt á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna veruleg magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en þar tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhaldskrafan er tekin fyrir. Fyrir utan bíða félagar mannsins og eins og sést á þessari mynd er að minnsta kosti annar þeirra merktur samtökunum.