Innlent

Krefjast gæsluvarðhalds yfir Outlaws-manni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Beðið er þess að gæsluvarðhaldskrafan verði afgreidd.
Beðið er þess að gæsluvarðhaldskrafan verði afgreidd.
Krafist er gæsluvarðhalds yfir karlmanni í tengslum við húsleitir sem gerðar voru í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Á báðum stöðum var hald lagt á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna veruleg magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en þar tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu.

Fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhaldskrafan er tekin fyrir. Fyrir utan bíða félagar mannsins og eins og sést á þessari mynd er að minnsta kosti annar þeirra merktur samtökunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×