Innlent

Henti glerflösku í gegnum rúðu á skemmtistað

Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglu um eittleytið í nótt eftir að maður henti glerflösku í gegnum rúðu á staðnum. Þeim tókst að halda honum þar til aðstoðin barst en maðurinn var mjög æstur og streittist á móti handtöku þegar lögreglu bar að garði. Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×