Innlent

Boðað til kirkjuþings vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskránna

étur Kr. Hafstein lét af störfum sem forseti kirkjuþings fyrr á þessu ári, og nýr forseti var í morgun kjörinn Magnús E. Kristjánsson, kirkjuþingsfulltrúi úr Kjalarnesprófastdæmi.
étur Kr. Hafstein lét af störfum sem forseti kirkjuþings fyrr á þessu ári, og nýr forseti var í morgun kjörinn Magnús E. Kristjánsson, kirkjuþingsfulltrúi úr Kjalarnesprófastdæmi.
Ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá er umræðuefni aukakirkjuþings sem stendur yfir í dag. Til þingsins var boðað vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Auka-kirkjuþing hófst með helgistund í Háteigskirkju klukkan níu í morgun. Pétur Kr. Hafstein lét af störfum sem forseti kirkjuþings fyrr á þessu ári, og nýr forseti var í morgun kjörinn Magnús E. Kristjánsson, kirkjuþingsfulltrúi úr Kjalarnesprófastdæmi.

Sem kunnugt er er þegar hafin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskrá, en ein af þeim spurningum sem þarf þarf að taka afstöðu til er: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Biskupsstofu, segir að fyrir þinginu liggi tillaga að þingsályktun um þetta mál.

Þessi umræða er enn ekki hafin og segir Steinunn því ekki hægt að leggja mat á stemninguna á þinginu eða hvort fólk er almennt áhyggjufullt vegna þess möguleika að ákvæði um þjóðkirkju verði ekki lengur í stjórnarskránni.

Reglulegt kirkjuþing er í nóvember en til þessa aukakirkjuþings var boðað vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Á dagskrá þingsins er einnig tillaga til þingsályktunar um hækkun sóknargjalda. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×