Innlent

Ráðist á heimasíðu Útlendingastofnunar

„Við erum búin að kæra þetta til lögreglu og þetta er komið í ferli þar," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Ráðist var á heimasíðu stofnunarinnar í morgun en þetta er í annað skiptið á tæpri viku sem það gerist.

Þegar farið er á heimasíðuna birtast skilaboðin: "Hacked By CrAzY HaCkEr" og undir hljómar arabískt rokklag.

„Það er verið að hafa samband við þá sem sjá um vefinn og við vonumst til að þetta komist í lag á næstu klukkutímum. Við höfum engar upplýsingar um hverjir eru þarna að verki, hvort það sé að utan eða hér heima."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×