Innlent

Kviknaði í bíl í Mosfellsbæ

Eldur kom upp í bifreið í Mosfellsbæ eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu var bíllinn kyrrstæður þegar eldurinn kom upp. Eigandi hans var búinn að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Ekki er grunur um íkveikju. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×