Innlent

Hamraborgarhátíð í Kópavogi

Þessi ungi drengur á hamrborgarahátíðinni í Kópavogi
Þessi ungi drengur á hamrborgarahátíðinni í Kópavogi
Fjölmargir hafa lagt leið sína á Hamraborgarhátíðina í Kópavogi í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Hamraborginni hefur verið breytt í göngugötu þar sem m.a. er hægt að gera góð kaup á svokölluðum skottmarkaði þar sem bæjarbúar selja gömul föt og notaði muni beint úr skottinu á bílnum sínum.

Hátíðin er haldin á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við verslanir og fyrirtæki í Hamraborginni. Markmiðið er ekki síst að glæða gamla miðbæinn lífi.

Verslanir og fyrirtæki eru með ýmis tilboð á vörum sínum og þjónustu, íþróttafélög bæjarins kynna vetrarstarf sitt og ungmennahúsið Molinn stendur fyrir ýmsum uppákomum.

Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í ágúst 2010 og streymdu þá þúsundir bæjarbúa í Hamraborgina til að taka þátt í gleðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×