Innlent

Strætó keyrir út á land

Strætó bs. stækkaði í dag þjónustusvæði sitt þegar akstur hófst til Stykkishólms, Búðardals, Hólmavíkur og Reykhóla.

Þá ætlar fyrirtækið einnig að bjóða upp á ferðir til Grundarfjarðar, Ólafsvíkur, Hellisands, Rifs, Reykholts, Hvammstanga og Skagastrandar en þær ferðir verður að panta sérstaklega tveimur tímum fyrir brottför.

Boðið er upp á þráðlaust net í öllum vögnum sem aka vestur og norður nema þeim sem eru hluti af pöntunarþjónustustrætó.

Í gær hófst akstur aftur á milli Reykjavíkur og Akureyrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×