Innlent

Skriðdreki í björtu báli í Grafarvoginum

Eftirlíking af skriðdreka stóð í björtu báli þegar slökkkviliðið kom á vettvgang í skemmtigarðinum við Gylfaflöt í Grafarvogi í nótt.

Erfiðlega gekk hinsvegar að komast að logandi drekanum þar sem öll hlið að garðinum voru harð læst. Það tókst um síðir og gekk þá greiðlega að slökkva eldinn.

Grunur er um íkveikju, en ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki.

Skriðdreki þessi tilheyrir því svæði í garðinum þar sem paintball leikurinn svokallaði er stundaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×