Innlent

Hjólhýsi fuku í miklu hvassvirði í borginni

Verulega hvessti víða á höfuðborgarsvæðinu um og upp úr miðnætti og hlaust sumstaðar tjón af, en hvergi stórtjón.

Lögreglu var um miðnætti tilkynnt um fjúkandi trampolín í Hafnarfirði, Garðabæ og á Kjalarnesi. Sum þeirra fuku á bíla og skemmdu þá eitthvað.

Um þrjú leitið fauk svo hjólhýsi á annað hjólhýsi og fellihýsi á athafnasvæði Víkurverks og lenti svo með afturendan í rúðu á húsi þar á staðnum.

Þrjú önnur hjólhýsi voru farin að fjúka til þegar starfsmenn fyrirtækisins og lögreglumenn komu á vettvang og náðu að hemja þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×