Innlent

Wessman og félagar náðu öðru sætinu í hálfum Járnkarli

Steinn Jóhannsson, Róbert Wessman og Friðleifur Friðleifsson.
Steinn Jóhannsson, Róbert Wessman og Friðleifur Friðleifsson. LJÓSMYNDARI: EGILL INGI JÓNSSON
Lið þeirra Steins Jóhannssonar, Róberts Wessmans og Friðleifs Friðleifssonar náði 2. sæti af 41 í liðakeppni í hálfum Járnkarli í Þríþrautarkeppninni í Köln í gær að því er fram kemur í tilkynningu.

Þeir kláruðu keppnina á 4 tímum og 28 mínútum. Liðið í fyrsta sæti var skipað atvinnumönnum á borð við hjólreiðamanninn Marcel Wust sem unnið hefur nokkrar dagleiðir í Tour de France og Christian Keller sundmanni sem hefur keppt á Evrópu-, Ólympíu- og Heimsmeistaramótum.

Íslendingar hafa verið nokkuð sigursælir í Köln en Birna Björnsdóttir 3SH, Íslandsmeistari kvenna í ólympískri þríþraut, náði þriðja sæti í ólympískri þríþraut á laugardag. Stefán Guðmundsson var í 4. sæti í karlaflokki á tímanum tvær klukkustundir og 10 sekúndum sem er einn besti tími sem Íslendingur hefur náð í vegalengdinni.

Stefanie Gregersen kláraði Hálfan járnkarl á 5:26:37 í dag og bætti tímann sinn um tæpa klukkustund frá því í fyrra. Pétur Pétursson tók svo þátt í heilum Járnkarli á tímanum 12:06:37 sekúndum. En þetta var hans fyrsti Járnkarl.

Áhugasamir geta kynnt sér tíma og úrslit  hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×