Innlent

Sænskur knattspyrnumaður lést í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Brännström, 29 ára gamall knattspyrnumaður, lést eftir að hafa hnigið niður í leik með sænska neðrideildarliðinu Piteå.

Brännström hafði skorað skömmu áður í leik gegn Umedalen þegar hann settist skyndilega niður og hneig svo niður.

„Þetta er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er svo sorglegt og það erfiðasta sem ég hef upplifað," sagði Christer Berglund, varastjórnarformaður félagsins, við sænska fjölmiðla í gær.

Brännström spilaði áður með Helsingborg í efstu deild og hafði lagt skóna á hilluna eftir að hann hneig niður fyrir fáeinum árum. Hann ákvað svo að byrja að spila á ný eftir að rannsóknir leiddu ekkert grunsamlegt í ljós.

„Það gerir þetta enn erfiðara en við sannfærðum hann ekki um að byrja að spila aftur. Hann vildi sjálfur spila. Hann hafði æft vel og þetta gekk allt saman vel hjá honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×