Innlent

Hvorki fórnarlambið né gerendur fundnir

BBI skrifar
Lögreglan hefur hvorki fundið árásarmennina né fórnarlambið að hrottalegu líkamsárásinni sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær þar sem þrír piltar gengu illilega í skrokk á yngri dreng. Málið er því allt hið undarlegasta.

Lögreglan frétti af málinu þegar umfjöllun um það birtist á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í gærdag. Árásin var aldrei tilkynnt til lögreglu en rannsókn hófst engu að síður enda virtist málið mjög alvarlegt. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn og eftirgrennslan í gær og í dag hefur ekkert komið fram sem varpar ljósið á málið og lögreglan hefur hvorki fundið árásarþola né gerendur.

Lögregla hefur rætt við íbúa í hverfinu, fulltrúa skólayfirvalda og starfsmenn heilbrigðisstofnana vegna árásarinnar en ekkert varpar neinu ljósi á málið. Enginn gat veitt vitneskju um hina meintu líkamsárás. Því skortir á staðfestingu á þeirri atburðarás og alvarlegu meiðslum sem lýst hefur verið í fjölmiðlum.


Tengdar fréttir

Lögreglan leitar að gerendum og þolanda í árásarmálinu

"Okkur hefur ekki tekist að finna út hverjir þetta eru sem þarna eiga hlut að máli,“ segir Gylfi Sigurðsson, lögreglumaður á lögreglustöðinni í Kópavogi um árás þriggja pilta á sex ára gamlan dreng fyrir helgi. Gylfi segir í samtali við Vísi að málið sé rannsakað af fullri alvöru.

Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barn

"Þetta var alveg hræðilegt. Þegar ég kom á svæðið liggur drengurinn blóðugur á jörðinni og þeir hlupu í burtu," segir Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfari. Hann varð vitni að fólskulegri árás fjögurra 12 til 13 ára pilta á sex ára dreng.

Árásin ekki tilkynnt til lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás á sex ára dreng síðastliðinn föstudag. Lögreglumenn lásu um það í Fréttablaðinu í gærmorgun að þrír piltar hefðu ætlað að stela bolta af dreng í Breiðholti og ráðist á hann. Þeir hefðu sparkað í kvið hans og andlit.

Enn allt á huldu vegna barnaárásar í Bökkunum

Enn hefur ekkert spurst til foreldra sem hlut eiga að máli í árás sem átti að hafa átt sér stað í Bökkunum í Breiðholti um helgina. Fréttablaðið greindi frá því á mánudaginn að fjórir piltar á aldrinum 12-13 ára hefðu gengið illilega í skrokk á sex ára gömlum dreng. Rætt var við Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfara sem sagðist hafa komið að piltunum þar sem þeir voru að misþyrma drengnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×