Innlent

Fá fiskiskip á sjó við landið

Aðeins 260 fiskiskip eru á sjó við landið, sem er óvenju lítið, sérstakleg í ljósi þess að þokkalegt sjóveður mun vera á öllum miðum.

Skýringin er líklega sú að mörg skip eru búin með kvóta sína og svo er strandveiðum lokið. Væntanlega mun lifna yfir veiðunum um helgina, því nýtt fiskveiðiár gengur í garð á laugardag, með nýjum kvótum til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×