Innlent

Ökumaður tekinn á 125 km hraða í Ártúnsbrekku

Lögregla stöðvaði ökumann í Ártúnsbrekku upp úr miðnætti, efitr að bíll hans hafði mælst á 125 kílómetar hraða, eða 45 kílómetrum yfir löglegum hámarkshraða. Auk þess gaus kannabislykt út úr bílnum þegar lögreglumenn fóru að ræða við ökumanninn.

Annar var svo tekinn fyrir ölvunarakstur skömmu síðar og reyndist hann þegar hafa misst ökuréttindin, vegna ölvunaraksturs áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×