Innlent

Þórólfur Árna: Fásinna að fara gegn sitjandi forseta

Þórólfur Árnason er verkfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, en hann hefur, auk þess að vera borgarstjóri verið forstjóri Tals og Skýrr, svo eitthvað sé nefnt.
Þórólfur Árnason er verkfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, en hann hefur, auk þess að vera borgarstjóri verið forstjóri Tals og Skýrr, svo eitthvað sé nefnt.
Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia og fyrrverandi borgarstjóri, segir að hann hafi haft áhuga á að bjóða sig fram til embættis forseta sl. vor og hafi verið kominn með öflugan hóp stuðningsmanna á bak við sig. Hann hafi hins vegar metið það svo að það væri fásinna að fara gegn sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni.

Þetta kemur fram í viðtali við Þórólf í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Kom til greina hjá þér að bjóða þig fram til forseta?

„Já, ég hafði nokkurn áhuga á því og það var kominn öflugur hópur stuðningsmanna í lið með mér. En það var annar maður í starfinu sem var ekkert á förum," segir Þórólfur í samtali við Viðskiptablaðið.

„Ég mat það fásinnu að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta í vor. Þú sást líka hvernig hann hélt á vopnum sínum í kosningabaráttunni. Hann vissi alveg hvað hann var að gera," segir Þórólfur Árnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×