Innlent

Makrílveiðar smábáta framlengdar

BBI skrifar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur brugðist við óskum smábátaeigenda og heimilað makrílveiðar krókabáta 10 dögum lengur en fyrirhugað var.

Handfærabátunum var ætlað að veiða 845 tonn af makríl. Í frétt Fiskifrétta kemur fram að þetta sé fyrsta árið þar sem tekst að klára þann kvóta. Ráðuneytið hefur nú brugðist við því með því að heimila makrílveiðar í 10 daga í viðbót.

Makrílveiðar smábáta hafa gengið afar vel upp á síðkastið og m.a. hafa smábátasjómenn mokað upp makríl við bryggjusporðinn í Keflavík undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×