Innlent

Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni

Stefán Þormar Guðmundsson.
Stefán Þormar Guðmundsson.
Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðarhaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr.

„Hann kom eins og beint á kaffistofuna og allt hristist hér. Ekkert féll þó úr þeim," segir Stefán. Hann segir að skjálftinn hafi sannarlega verið snarpur.

Skjálftinn, sem var á sex kílómetra dýpi, fannst vel bæði í Reykjavík og á Selfossi.

Samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftafræðingi á Veðurstofunni sýna fyrstu mælingar að hann hafi mælst 4,6 stig.


Tengdar fréttir

Má búast við nokkrum eftirskjálftum

Það má búast við skjálftum upp á tvö til þrjú stig í framhaldinu, segir Einar Kjartansson jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir að nokkrir litlir skjálftar hafi þegar mælst og skjálftinn fannst víða. Skjálftinn fannst greinilega í Reykjavík og samkvæmt upplýsingum fréttastofu fannst hann líka greinilega á Selfossi.

Jarðskjálftinn var 4,6 stig

Jarðskjálfti varð á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Skjálftinn fannst mjög vel í Reykjavík og nágrenni. Hann varð rétt fyrir hádegi á sex kílómetra dýpi við Bláfjöll. Samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftafræðingi á Veðurstofunni sýna fyrstu mælingar að hann hafi mælst 4,6 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.