Innlent

Óviðunandi að ráðherrar brjóti jafnréttislög

BBI skrifar
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Mynd/Ernir
Femínistafélag Íslands ályktar að það sé óviðunandi að ráðherrar brjóti jafnréttislög. Í ályktuninni sem félagið sendi frá sér bregst það við úrskurði kærunefndar jafnréttismála þar sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, var fundinn sekur um brot gegn jafnréttislögum þegar hann réði karl sem sýslumann á Húsavík þó önnur kona hefði verið metin jafnhæf í starfið.

Femínistafélagið krefst þess að skotheldar reglur verði settar varðandi ráðningar á vegum hins opinbera og hvetur innanríkisráðherra til að taka úrskurðinn alvarlega.

„Úrskurðurinn hlýtur að teljast áfall fyrir ríkisstjórn sem hefur talað djarflega og af metnaði í jafnréttismálum," segir í ályktuninni.

Fyrr í sumar staðfestu dómstólar úrskurð kærunefndar jafnréttismála þess efnis að Jóhanna Sigurðardóttir hefði gerst brotleg gegn jafnréttislögum. Þegar það mál komst í hámæli sendi Femínistafélagið ekki frá sér ályktun. Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona félagsins segir að það helgist fyrst og fremst af því að þá voru sumarfrí. Hins vegar segir hún að ályktunin núna taki ekki síður til brota Jóhönnu. Ályktuninni er almennt beint gegn brotum ráðherra á jafnréttislögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×