Innlent

Ögmundur telur sig hafa tekið rétta ákvörðun þrátt fyrir jafnréttisbrot

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, telur sig hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns á Húsavík þrátt fyrir að kærunefnd jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Svavar í embættið.

Halla Bergþóra Björnsdóttir settur sýslumaður á Akranesi, kærði ákvörðun innanríkisráðherra að skipa Svavar, en sýslumenn landsins eru að miklum meirihluta karlar og ef umsækjendur eru jafnhæfir skal ráða þann af því kyni sem er í minnihluta.

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður ræddi við Ögmund fyrir fund ríkisráðs á Bessastöðum fyrr í dag, en sjá má viðtalið í myndskeiði með frétt og hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×