Steinar Aubertsson ætlar að kæra konu fyrir ásakanir um mansal Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. ágúst 2012 16:05 Steinar Aubertsson er staddur í Hollandi. Steinar Aubertsson og fjórmenningarnir sem voru sakaðir um að hafa svipt konu frelsi í Amsterdam og ætlað að selja hana mansali hafa ákveðið að kæra konuna fyrir rangar sakargiftir í Hollandi. Steinar, segir í yfirlýsingu sem Vísi barst frá lögmanni hans, að hann muni líka kæra konuna fyrir meiðyrði hér á landi. Í yfirlýsingunni segist Steinar hafa verið staddur ásamt kærustu sinni og fleirum, í íbúð í borginni Amsterdam í Hollandi. Ein þeirra sem þar dvaldi hafi verið 32 ára kona, sem hafi nú ásakað sig og fleiri um mansal. Skemmst sé frá því að segja að konan hafi dvalið sjálfviljug í íbúðinni og verið fullkomlega frjáls ferða sinna, eins og aðrir sem þarna dvöldu. „Seinni partinn þennan dag ruddist fjöldi lögreglumanna inn í umrædda íbúð og handtóku mig og aðra sem þar voru. Á lögreglustöðinni var okkur svo sagt að viðkomandi kona hefði kært okkur fyrir meint mansal. Við skýrslutökur hjá lögreglu kom fram að ekkert okkar hafði nokkra hugmynd um hvernig ásakanirnar væru til komnar. Að loknum skýrslutökum, þar sem lögð voru fram ýmis gögn sem sýna svart á hvítu að engin fótur er fyrir ásökununum, var málið þegar í stað lagt niður af lögregluyfirvöldum í Hollandi og öllum sleppt úr haldi. Ég ákvað hinsvegar að fallast á framsalsbeiðni íslenskra yfirvalda vegna máls sem er þessu alveg ótengt og vonast ég til þess að komast heim á næstu dögum til þess að hreinsa mig af ásökunum í því máli," segir Steinar í yfirlýsingunni. Steinar segir að mansal sé grafalvarlegur glæpur. Það að vera ranglega ásakaður um slíkt sé til þess fallið að hafa slæm áhrif á mannorð þess sem fyrir verður og þeirra sem séu honum nákomnir. Íslenskir fjölmiðlar hafi, í stað þess að leitast við að leiða í ljós hið rétta í þessu máli, ákveðið að gera sér fréttamat úr dylgjum sem séu eins fjarri sannleikanum og nokkuð getur verið. „Ég hef falið lögmanni mínum að leggja fram kæru á hendur viðkomandi konu fyrir meiðyrði. Þá mun ég, ásamt öðrum þeim sem ásakaðir voru, kæra konuna fyrir rangar sakargiftir í Hollandi. Ljóst er að brot hennar í okkar garð er alvarlegt og getur varðað fangelsisrefsingu. Jafnframt hef ég falið lögmanni mínum að kanna réttarstöðu mína gagnvart íslenskum fjölmiðlum enda tel ég ljóst að gróflega hafi verið á mér brotið með umfjöllun um ofangreint mál," segir Steinar í yfirlýsingu sinni. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira
Steinar Aubertsson og fjórmenningarnir sem voru sakaðir um að hafa svipt konu frelsi í Amsterdam og ætlað að selja hana mansali hafa ákveðið að kæra konuna fyrir rangar sakargiftir í Hollandi. Steinar, segir í yfirlýsingu sem Vísi barst frá lögmanni hans, að hann muni líka kæra konuna fyrir meiðyrði hér á landi. Í yfirlýsingunni segist Steinar hafa verið staddur ásamt kærustu sinni og fleirum, í íbúð í borginni Amsterdam í Hollandi. Ein þeirra sem þar dvaldi hafi verið 32 ára kona, sem hafi nú ásakað sig og fleiri um mansal. Skemmst sé frá því að segja að konan hafi dvalið sjálfviljug í íbúðinni og verið fullkomlega frjáls ferða sinna, eins og aðrir sem þarna dvöldu. „Seinni partinn þennan dag ruddist fjöldi lögreglumanna inn í umrædda íbúð og handtóku mig og aðra sem þar voru. Á lögreglustöðinni var okkur svo sagt að viðkomandi kona hefði kært okkur fyrir meint mansal. Við skýrslutökur hjá lögreglu kom fram að ekkert okkar hafði nokkra hugmynd um hvernig ásakanirnar væru til komnar. Að loknum skýrslutökum, þar sem lögð voru fram ýmis gögn sem sýna svart á hvítu að engin fótur er fyrir ásökununum, var málið þegar í stað lagt niður af lögregluyfirvöldum í Hollandi og öllum sleppt úr haldi. Ég ákvað hinsvegar að fallast á framsalsbeiðni íslenskra yfirvalda vegna máls sem er þessu alveg ótengt og vonast ég til þess að komast heim á næstu dögum til þess að hreinsa mig af ásökunum í því máli," segir Steinar í yfirlýsingunni. Steinar segir að mansal sé grafalvarlegur glæpur. Það að vera ranglega ásakaður um slíkt sé til þess fallið að hafa slæm áhrif á mannorð þess sem fyrir verður og þeirra sem séu honum nákomnir. Íslenskir fjölmiðlar hafi, í stað þess að leitast við að leiða í ljós hið rétta í þessu máli, ákveðið að gera sér fréttamat úr dylgjum sem séu eins fjarri sannleikanum og nokkuð getur verið. „Ég hef falið lögmanni mínum að leggja fram kæru á hendur viðkomandi konu fyrir meiðyrði. Þá mun ég, ásamt öðrum þeim sem ásakaðir voru, kæra konuna fyrir rangar sakargiftir í Hollandi. Ljóst er að brot hennar í okkar garð er alvarlegt og getur varðað fangelsisrefsingu. Jafnframt hef ég falið lögmanni mínum að kanna réttarstöðu mína gagnvart íslenskum fjölmiðlum enda tel ég ljóst að gróflega hafi verið á mér brotið með umfjöllun um ofangreint mál," segir Steinar í yfirlýsingu sinni.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira