PIP-púðar fjarlægðir á kostnað ríkisins Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2012 12:21 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að bjóða öllum konum með PIP-púða að láta fjárlægja þá, þeim að kostnaðarlausu. Kostnaður ríkisins getur numið allt að 150 milljónum. Þær konur sem vilja nýja púða þurfa sjálfar að greiða fyrir aðra aðgerð. Landlæknir mæltist til þess fyrir helgi að PIP-púðar verði fjarlægðar úr öllum konum, í ljósi nýrrar skýrslu vísindanefndar Evrópusambandsins um mögulega hættu af púðunum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tók undir þetta og tók málið upp á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem það var samþykkt. Hann segir enn erfitt að áætla kostnað, sem fari eftir fjölda þeirra sem nýta sér úrræðið. „Auðvitað er þetta viðbót inn á landspítalann þannig að við erum að áætla að kostnaðurinn gæti verið á bilinu níutíu og upp í hundrað og þrjátíu, til hundrað og fimmtíu milljónir. Það fer eftir umfanginu og hversu auðvelt verður að fjarlægja þetta." Fjöldi kvenna með PIP-púða stefnir á að fá nýja púða í staðinn, og eru tilbúnar til að greiða sjálfar fyrir þá, en í staðinn fyrir að þær greiði lýtalækni á einkastofu fyrir að setja púðana í óska eftir að aðgerðin í boði ríkisins verði einnig nýtt til þess. „Við reiknum ekki með að það verði í boði á vegum Landspítalans. Það hafa aldrei verið gerðar þessar fegrunaraðgerðir á spítalanum og mér sýnist á þessum fyrstu upplýsingum sem við fáum úr ómskoðunum að þarna sé mikilvægast að hreinsa þetta út í fyrstu lotu og að líkaminn fái að jafna sig. Það sem við erum að bjóða upp á er fyrst og fremst er að þessir púðar verði fjarlægðir." Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að bjóða öllum konum með PIP-púða að láta fjárlægja þá, þeim að kostnaðarlausu. Kostnaður ríkisins getur numið allt að 150 milljónum. Þær konur sem vilja nýja púða þurfa sjálfar að greiða fyrir aðra aðgerð. Landlæknir mæltist til þess fyrir helgi að PIP-púðar verði fjarlægðar úr öllum konum, í ljósi nýrrar skýrslu vísindanefndar Evrópusambandsins um mögulega hættu af púðunum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tók undir þetta og tók málið upp á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem það var samþykkt. Hann segir enn erfitt að áætla kostnað, sem fari eftir fjölda þeirra sem nýta sér úrræðið. „Auðvitað er þetta viðbót inn á landspítalann þannig að við erum að áætla að kostnaðurinn gæti verið á bilinu níutíu og upp í hundrað og þrjátíu, til hundrað og fimmtíu milljónir. Það fer eftir umfanginu og hversu auðvelt verður að fjarlægja þetta." Fjöldi kvenna með PIP-púða stefnir á að fá nýja púða í staðinn, og eru tilbúnar til að greiða sjálfar fyrir þá, en í staðinn fyrir að þær greiði lýtalækni á einkastofu fyrir að setja púðana í óska eftir að aðgerðin í boði ríkisins verði einnig nýtt til þess. „Við reiknum ekki með að það verði í boði á vegum Landspítalans. Það hafa aldrei verið gerðar þessar fegrunaraðgerðir á spítalanum og mér sýnist á þessum fyrstu upplýsingum sem við fáum úr ómskoðunum að þarna sé mikilvægast að hreinsa þetta út í fyrstu lotu og að líkaminn fái að jafna sig. Það sem við erum að bjóða upp á er fyrst og fremst er að þessir púðar verði fjarlægðir."
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira