Menning

Skriðu gerð skil

Sagan af klaustrinu á Skriðu
Sagan af klaustrinu á Skriðu
Sagan af klaustrinu á Skriðu er heiti nýútkominnar bókar eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing. Steinunn stýrði uppgrefti á Skriðu, einni viðamestu fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í um árabil á Íslandi.

Á daginn kom að Skriða var ekki aðeins aðsetur munka með helgihaldi og heitum bænum, heldur einnig skjól hinna sjúku og dauðvona.

Í bókinni er saga staðarins rakin, sagt frá leitinni að klaustrinu og óvæntum niðurstöðum uppgraftrarins sem er nýlokið og eru í verkinu yfir 150 ljósmyndir, kort og teikningar.

Steinunn Kristjánsdóttir fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1965. Hún nam fornleifafræði við Gautaborgarháskóla, lauk þaðan doktorsprófi árið 2004 og hefur fengist við rannsóknir á Austurlandi um árabil. Steinunn er dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.