Innlent

Lítið bólar á Skaftárhlaupi

Lítið bólar enn á Skaftárhlaupinu, sem talið var að væri að hefjast fyrir helgi. Þó hefur mælst aukin rafleilðni í vatninu, sem er vísbending um hlaup, og vísbendingar eru um að ísskjálftar hafi orðið í jöklinum, en þeir eru oft fyrirboðar eða fylgifiskar hlaupa.



Rennsli var með eðlilegum hætti við Sveinstind, efstu mælingastöðina í nótt, en áfram er fylgst grannt með framvindu mála, enda er að koma tími á að báðir sigkatlanir í jöklinum losi úr sér uppsafnað vatn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×