Innlent

Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför

Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sem var með í för segir að búið sé að kafa niður að skipsbjöllunni en ekki hafi tekist að hífa hana upp af sjávarbotni.

Nú er beðið eftir viðgerðarmanni til að gera við bilunina en eftir það verður haldið aftur á Grænlandssund. Haraldur vonast síðan til að geta notað snekkjuna til rannsókna á jarðhitasvæðum við Ísland áður en hún heldur norðvesturleiðina til Alaska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×