Nota færri og færri stafi 29. ágúst 2012 11:33 Benóný Ægisson er sextugur í dag. "Jú, ég á reyndar stórafmæli," segir Benóný Ægisson, rithöfundur og tónlistarmaður, aðspurður þegar í hann næst í gemsa. "Hvar staddur? Ég er í París. Sit hér á útikaffihúsi í sól og blíðu og hef það voða gott. Fór eiginlega út í tilefni dagsins, dóttir mín býr hér í Frakklandi og komst ekki heim núna svo við hin fórum út til að öll fjölskyldan gæti verið saman." Öll fjölskyldan segirðu. Hvað er það stór hópur? "Við erum fjögur, hjón og tvær dætur. Svo munum við líka hitta franska tengdafjölskyldu eldri dóttur minnar." Benóný hefur starfað sem leikari, tónlistarmaður og leikstjóri og verið viðloðandi ritstörf frá 1974. Eftir hann liggur fjöldi birtra leikverka fyrir börn og fullorðna. Hvað skyldi hann helst vera að fást við núna, fyrir utan að njóta lífsins í París? "Ég er að gefa út plötu þessa dagana með tiltölulega nýju efni, tólf lögum sem ég hef verið að taka upp síðasta árið í kjallaranum heima. Hluti af lögunum, eða sjö af tólf, eru úr söngleik sem ég vonast til að koma í sýningu einhvern tíma þegar ég á pening til að fjármagna hann, eða get fundið þá. Hann heitir Dansinn í hruni. Efnið er tilbúið fyrir löngu en mér hefur ekki tekist að fá Bjarna Ármannsson og Ólaf Ólafsson til að stofna leiklistarsjóð til að sýna hann, einhverra hluta vegna. Ég verð líklega að fara í smálánadeildina og borga svona 600% vexti." Hvað heitir diskurinn? "Hann heitir Org." En er vonandi eitthvað annað en org! "Já, eins og skáldið sagði: "Maður notar alltaf færri og færri orð." Ég nota líka færri og færri stafi. Einu sinni var ég í hljómsveit sem hét Hin kvalráða meginuppistaða Kamarorghesta Jónasar Vest. Svo styttist nafnið í Kamarorghestar og síðan í Orghestar. Nú er bara Org eftir." Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Benóný Ægisson er sextugur í dag. "Jú, ég á reyndar stórafmæli," segir Benóný Ægisson, rithöfundur og tónlistarmaður, aðspurður þegar í hann næst í gemsa. "Hvar staddur? Ég er í París. Sit hér á útikaffihúsi í sól og blíðu og hef það voða gott. Fór eiginlega út í tilefni dagsins, dóttir mín býr hér í Frakklandi og komst ekki heim núna svo við hin fórum út til að öll fjölskyldan gæti verið saman." Öll fjölskyldan segirðu. Hvað er það stór hópur? "Við erum fjögur, hjón og tvær dætur. Svo munum við líka hitta franska tengdafjölskyldu eldri dóttur minnar." Benóný hefur starfað sem leikari, tónlistarmaður og leikstjóri og verið viðloðandi ritstörf frá 1974. Eftir hann liggur fjöldi birtra leikverka fyrir börn og fullorðna. Hvað skyldi hann helst vera að fást við núna, fyrir utan að njóta lífsins í París? "Ég er að gefa út plötu þessa dagana með tiltölulega nýju efni, tólf lögum sem ég hef verið að taka upp síðasta árið í kjallaranum heima. Hluti af lögunum, eða sjö af tólf, eru úr söngleik sem ég vonast til að koma í sýningu einhvern tíma þegar ég á pening til að fjármagna hann, eða get fundið þá. Hann heitir Dansinn í hruni. Efnið er tilbúið fyrir löngu en mér hefur ekki tekist að fá Bjarna Ármannsson og Ólaf Ólafsson til að stofna leiklistarsjóð til að sýna hann, einhverra hluta vegna. Ég verð líklega að fara í smálánadeildina og borga svona 600% vexti." Hvað heitir diskurinn? "Hann heitir Org." En er vonandi eitthvað annað en org! "Já, eins og skáldið sagði: "Maður notar alltaf færri og færri orð." Ég nota líka færri og færri stafi. Einu sinni var ég í hljómsveit sem hét Hin kvalráða meginuppistaða Kamarorghesta Jónasar Vest. Svo styttist nafnið í Kamarorghestar og síðan í Orghestar. Nú er bara Org eftir."
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira